Silfur og brons í Lettlandi


Um liðna helgi kepptu 14 stúlkur úr Listhlaupadeild SA á Volvo Cup sem haldið var af Kristal Ice klúbbnum í Riga í Lettlandi. Emilía Rós Ómarsdóttir vann til silfurverðlauna í Basic Novice flokki og Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir til bronsverðlauna í Advanced Novice flokki.

Það var um 20 manna hópur sem hélt suður á bóginn og svo til Riga um miðja sl. viku til keppni á Volvo Cup sem fram fór um helgina. Með í för voru nokkrir foreldrar og að sjálfsögðu þjálfarinn, Iveta Reitmayerova.

Stelpurnar náðu góðum árangri og koma heim með tvenn verðlaun. Myndband frá keppninni er á vefsíðunni justin.tv – sjá hér.

Árangur einstakra keppenda var sem hér segir:

Chiks
12. Rebekka Rós Ómarsdóttir, 20,02

Cubs
12. Marta María Jóhannsdóttir, 24,08

Basic Novice
2. Emilía Rós Ómarsdóttir, 36,26

Advanced Novice
3. Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir,  68,54
6. Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir, 61,19
8. Sara Júlía Baldvinsdóttir, 59,17

Junior Ladies
4. Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, 77,39

Pre - Chiks
7. Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir 15,62

Chiks B Girls
11. Kolfinna Ýr Birgisdóttir 12,30

Cubs B
13. Aldís Kara Bergsdóttir 17,84

Springs B
5. Pálína Höskuldsdóttir 25,36
10. Eva Björg Halldórsdóttir 22,14

Novice B
4. Arney Líf Þórhallsdóttir 27,67
7. Harpa Lind Hjálmarsdóttir 24,03