Karfan er tóm.
Kjöri íþróttamanna Akureyrar var lýst í Hofi í gær við hátíðlega athöfn og var íshokkíkonan Silvía Rán Björgvinsdóttir úr SA í 2. sæti. Silvía bætti þar með enn einni rósinni í hnappagatið hjá sér en þetta eru fimmtu verðlaunin sem hún hlýtur fyrir frammistöðu sína á árinu 2018. Hún var valinn besti sóknarmaður Heimsmeistaramótsins á Spáni, valin íshokkíkona íshokkídeildarinnar, íshokkíkona ársins hjá ÍHÍ, íþróttakona SA og svo núna í 2. sæti í Íþróttakonu Akureyrar. Við óskum Silvíu hjartanlega til hamingju með þessa viðurkenningu.
Skautafélag Akureyrar fékk einnig viðurkenningu við sama tilefni fyrir Íslandsmeistara- og landsliðsfólk sitt á árinu og átti flest verðlaun þar eins og áður en Íslandsmeistararnir voru 84 talsins og landsliðfólkið 31. Ólöf Björk Sigurðardóttir tók við viðurkenningunum fyrir hönd Skautafélagsins undir dynjandi lópaklappi viðstaddra enda árangurinn á árinu 2018 hjá íþróttafólki Skautafélagsins alveg einstaklega góður.