Silvía tryggði Íslandi sigur í vítakeppni

Fánarnir í Jaca (mynd: María Stefánsdóttir)
Fánarnir í Jaca (mynd: María Stefánsdóttir)

Íslenska kvennalandsliðið lagði Mexíkó í fyrsta leik sínum á HM á Spáni í gær. Silvía Björgvinsdóttir 16 ára nýliðinn í hópnum tryggði sigurinn með jöfnunarmarki í venulegum leiktíma og svo öðru marki í vítakeppni. 

Mexíkó komst yfir í leiknum í byrjun annarar lotu en Ísland jafnaði metin 10 mínútum fyrir leikslok. Markið skoraði Silvía Björgvinsdóttir með stoðsendingu frá Guðrúni Viðarsdóttur og Flosrúni Jóhannesdóttur. Leikurinn fór í vítakeppni en Silvía Björgvinsdóttir skoraði sigurmarkið á meðan Karítas varði í markinu. Íslands mætir Belgíu í dag kl 15.30 og hægt er að horfa á leikinn í beinni hér. Áfram Ísland!