Skautafélag Akureyrar fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Endurnýjun fyrirmyndarfélags ÍSÍ 2021
Endurnýjun fyrirmyndarfélags ÍSÍ 2021

Skautafélag Akureyrar og allar deildir innan þess fengu afhent viðurkenningarskjöl vegna endurnýjun fyrirmyndarfélags ÍSÍ á aðalfundi félagsins sem fór fram síðastliðinn miðvikudag. Formaður Skautafélagsins ásamt formönnum og fulltrúum deilda tóku á móti skjölunum á úr hendi Viðars Sigurjónssonar umsjónarmanni verkefnisins.

Skautafélag Akureyrar fékk fyrst viðurkenningu ÍSÍ um að vera fyrirmyndarfélag ÍSÍ árið 2007 á 70 ára afmæli félagsins en þáverandi formaður félagsins Leena Kaisa Viitanen tók við viðurkenningunni en hún á mikinn heiður að því að félagið varð þá fyrirmyndarfélag. Í endurnýjunarferlinu var handbók félagsins uppfærð og meðal annars bætt við jafnréttisstefnu, persónuverndarstefnu og nýjar siðareglur félagsins færðar í handbókina. Handbókin er í valmyndinni vinstra megin á heimasíðu félagsins en hún er fróðleg lesning en í inngangi handbókarinnar eru markmið hennar útlistuð: Meginmarkmiðið er þó að byggja upp traust og samkeppnishæft íþróttafélag, með vel skipulagðri innri starfsemi og samræmdum vinnubrögðum og markmiðum deilda.