Skautafélag Akureyrar fékk styrk frá Norðurorku

Á miðvikudag fór fram afhending á styrkjum Norðurorku til samfélagsverkefna vegna ársins 2025 í Menningarhúsinu Hofi en þar fékk Skautafélag Akureyrar veglegan styrk. Verkefnið sem Skautafélag Akureyrar fékk styrk fyrir eru skautar fyrir byrjendur á listskautum en en Stella Pauli tók við styrknum fyrir hönd Skautafélagsins. Skautafélag Akureyrar kann Norðurorku miklar þakkir fyrir styrkinn og þáttöku þess í samfélagsverkefnum á starfsvæðinu.