Karfan er tóm.
Kjöri íþróttamanns Akureyrar var lýst í Menningarhúsinu Hofi síðastliðin miðvikudag. Íþróttafólk Skautafélags Akureyrar árið 2016, þau Emilía Rós Ómarsdóttir og Andri Már Mikaelsson, urðu bæði í fjórða sæti í kjörinu fyrir íþróttakarl og íþróttakonu Akureyrar. Skautafélagið á flesta Íslandsmeistara og landsliðsfólk akureyrskra íþróttafélaga.
Kraftlyftingamaðurinn Viktor Samúelsson úr KFA er íþróttakarl Akureyrar árið 2016 og Bryndís Rún Hansen úr Óðni er íþróttakona Akureyrar 2016.
Í verðlaunahófinu sem fram fór í Hofi voru afhentar viðurkenningar til þeirra íþróttafélaga sem áttu landsliðsfólk og/eða Íslandsmeistara á árinu 2016. Í tölfræði á þessu sviði ber Skautafélagið höfuð og herðar yfir önnur íþróttafélög.
Alls áttu akureyrsk íþróttafélög 303 Íslandsmeistara á árinu, þar af voru 77 úr SA. Landsliðsmenn akureyrskra íþróttafélaga voru 101, þar af 33 frá SA.