Hokkískemmtun í dag, tveir leikir á dagskrá

Mynd: Sigurgeir Haraldsson (31.01.2013)
Mynd: Sigurgeir Haraldsson (31.01.2013)


Í dag og kvöld fara fram tveir leikir á Íslandsmótinu í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri.

Ynjur og SR mætast í mfl. kvenna og hefst leikurinn kl. 16.30. Víkingar og Björninn mætast í mfl. karla kl. 19.30.

Gera má ráð fyrir öruggum sigri Ynja á SR í mfl. kvenna miðað við þróun mála í vetur. Leikurinn verður engu að síður ágæt skemmtun fyrir áhorfendur, og vonandi fullt af mörkum. Þetta verður síðasti heimaleikurinn í deildarkeppninni hjá konunum og því full ástæða til að fylla pallana.

Væntanlega verður meiri spenna í seinni leik dagsins, en kl. 19.30 mætast Víkingar og Björninn í mfl. karla í annað sinn á þremur dögum. Þessi lið munu mætast í úrslitakeppninni í karlaflokki og berjast nú til síðasta blóðdropa um efsta sæti deildarinnar og þar með heimaleikjaréttinn. Enn og aftur minnum við á að stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum í því sambandi. Leikurinn er jafnframt síðasti heimaleikur Víkinga í deildinni þennan veturinn, en síðan eru framundan tvær ferðir suður á lokasprettinum.

Tölfræði mfl. kk (ÍHÍ)
Tölfræði mfl. kvk (ÍHÍ)