Skautamót í Laugardal 5.-7 desember '08

Kæru iðkendur og foreldrar / foráðamenn.          

Helgina 5.-7. desember förum við á skautamót í Skautahöllinni í Laugardal.

Mót þetta er fyrir keppendur í eftirfarandi keppnisflokkum:

Stúlknaflokkur A (Novice), Unglingaflokkur A (Junior), Kvennaflokkur A (Senior),

8 ára og yngri A, 10 ára og yngri A, 12 ára og yngri A,

8 ára og yngri B, 10 ára og yngri B og 11 ára og yngri B drengir.

Nánari upplýsingar um mótið sjálf, keppendalista og drög að mótaskrá, er hægt að skoða á

heimasíðu Skautasambands Íslands: www.skautasamband.is

Við munum fara með flugi á mótið og heim aftur.

Brottför frá Akureyri er föstudaginn 5. desember kl. 17:25, mæting kl. 16:55 á flugvöllinn á Akureyri.

Brottför frá Reykjavík er sunnudaginn 7. desember kl. 15:00, mæting kl. 14:30 á flugvöllinn í Reykjavík.

Foreldrar/forráðamenn þurfa að passa upp á að keppendur mæti tímanlega á Akureyrarflugvelli á föstudeginum og taka á móti sínum konum þegar þær lenda á sunnudeginum um kl. 15:45

ÍSS mun sjá til þess að hópurinn verður sóttur á Reykjavíkurflugvöll á föstudagskvöldið og keyra okkur aftur í flug á sunnudeginum.

Hópurinn mun gista í Farfuglaheimili Reykjavíkur, Sundlaugaveg 34 (s: 553 -8110).Allir verða að taka með sér sængurföt og lök.


Keppendur munu þurfa að hafa með sér vasapening sem fer upp í fæði í ferðinni og afþreyingu á laugardeginum. Nánari upplýsingar um upphæðina á vasapening verða settar inn á heimsíðuna er nær dregur. Peninginn skal afhenda fararstjórum í upphafi ferðar.

Að lokum viljum við minna alla á að mæta hressar og kátar í ferðina, sýna félögum okkar, öðrum keppendum, þjálfurum og fararstjórum íþróttamannslega framkomu, virðingu og kurteisi.

Hlökkum til að fara með ykkur ;o)

kær kveðja  frá okkur fararstjórunum.

Hulda Björg Kristjánsdóttir huldabk@btnet.is gsm 8468675

Bryndís Björnsdóttir   dis@akmennt.is  gsm 8653700