Karfan er tóm.
Nú er ísinn að verða klár og staðfest að æfingar á ís byrja síðasta lagi um miðjan dag á fimmtudag. Tímatafla vetrarins er komin á heimasíðuna í tenglinum til vinstri en hún hefur tekið nokkrum breytingum. Fyrst og fremst má nefna að krulludeild hefur fengið úthlutað tíma á mánudögum frá kl 17.20-21.00 sem ætti að verða veruleg innspýtting í starf krulludeildar. Þessi breyting hefur í för með sér smávægilegt rask í tímatöflu annarra deilda en tímar listhlaupadeildar á mánudögum færast á aðra daga og tímar hokkídeildar færast aftar á kvöldin. Þá hefur almenningstími á laugardögum verið styttur til kl 16.00.
Það hefur mikið gengið á inni í höllinni í sumar og enn verið að klára framkvæmdahlutann og því ekki endilega hægt að ganga að öllum hlutum vísum. Við biðjum iðkenndur um tillitsemi fyrst um sinn en vonandi getum við komið höllinni í sitt fyrra horf og gott betur í bráð.