Karfan er tóm.
Bikarmót Krulludeildar hefst miðvikudagskvöldið 4. desember, skráningu lýkur mánudagskvöldið 2. desember. Ákveðið hefur verið að mótið fari að hluta fram á miðvikudagskvöldum og því verða leikirnir sex umferðir.
Tekið er við skráningum liða í netfanginu haralduringolfsson@gmail.com eða síma 8242778, en einnig á staðnum fram til kl. 20.30 mánudagskvöldið 2. desember. Sama kvöld verður dregið um það hvaða lið mætast í fyrstu umferð Bikarmótsins. Ef fjöldi liða stendur þannig að lið þurfa að sitja yfir í fyrstu umferð kemur það sjálfkrafa í hlut ríkjandi bikarmeistara.
Eins og fram kemur í mótareglum Krulludeildar getur komið upp sú staða að fleiri en eitt lið sitji yfir í fyrstu umferð því í annarri umferð þarf fjöldi liða að standa á fjórum.
Bikarmótið hefst semsagt áður en Gimli Cup lýkur. Þar sem stutt er orðið til jóla og fáir krullutímar eftir ákvað stjórn deildarinnar að fyrstu tvær umferðirnar færu fram á miðvikudagskvöldum, en úrslitaleikurinn síðan mánudagskvöldið 16. desember. Allir leikir Bikarmótsins verða sex umferðir.
Leikdagar verða:
Miðvikudagur 4. desember: 1. umferð
Miðvikudagur 11. desember: Undanúrslit
Mánudagur 16. desember: Úrslitaleikur
Mánudagskvöldið 16. desember verður jafnframt lýst kjöri á krullumanni ársins úr okkar röðum og haldinn óformlegur spjallfundur krullufólks þar sem rætt verður um starfsemina það sem eftir er vetrar.
Nánar er sagt frá framkvæmd á kjöri krullumanns ársins í annarri frétt.