Skráning í keppnisferð hjá 5-6-7 flokk

Þá er komið að skráningu í seinni keppnisferðin fyrir 5-6-7 flokk.  Keppnisferðin verður 22-24 janúar 2009.  Skráningu lýkur 22 desember.  Allir sem æfa í 5-6-7 flokk og hjá byrjendum geta farið í ferðina.

 Þetta er bara skráning svo við vitum hve margir ætla með, þar sem jólin koma inn þá tökum við skráninguna snenmma en reiknum með að það verði borgað fyrir ferðina í kringum um 5 janúar. 

Foreldrafélagið greiðir niður 2 ferðir fyrir hvert barn yfir veturinn um 2000 kr hvora ferð. Verð fyrir hvert barn er ca 14.000 kr og fyrir foreldra sem koma með er það 9500 kr. Innfalið í verði foreldra er rúta 5000kr, gisting 4500 kr 2 nætur í Reykjavík og matur, en á móti ætlumst við til að foreldrar aðstoði fararstjóra á mótinu þegar þörf er á.  Þeir foreldrar sem nýta bara part af þessu borga í samræmi við það.  Foreldrar sem koma með verða sjálf að borga matinn í Staðarskála en fá matinn á sama góða verðinu og við hin. Þeir sem vilja bjóða sig fram sem fararstjóra endilega látið vita. 

Vinsamlegast sendið mér skráningu og upplýsingar á netfangið annaka@ejs.is

 Nafn barns og í hvaða flokki það er.
Ef barnið er með ofnæmi fyrir einhverjum mat eða tekur lyf væri mjög gott að vita af þvi.
Ef það er þegar vitað að keppandi mun ekki nýta rútuna aðra eða báðar leiðir þá væri mjög gott að vita  af þvi 
Ef foreldri kemur með þá þarf ég nafn foreldris, verður það í rútunni báðar leiðir og ætlar það að gista á hótelinu hjá okkur. 
Það þarf að vera búið að skrá keppendur í ferðina fyrir 22 desember 

 En ef það er eitthvað sem þið viljið spyrja um endilega sendið mér línu.

 

Anna Kristveig Arnardóttir

Formaður foreldrafélags Hokkídeildar