Karfan er tóm.
Skráningardagurinn mikli er fimmtudaginn 29 september frá kl 16:00 – 21:00. Þá eiga allir iðkendur að mæta inn í Skautahöll upp í fundarherbergi og skrá sig hjá Olly, óháð aldri. 3-7 flokkur ásamt byrjendum, meistaraflokkur kvenna og karla, 2 flokkur, Oldboys og Valkyrjur eiga að mæta.
Það er sérstaklega mikilvægt að skrá alla iðkenndur undir 16 ára aldri, þar sem Samherja styrknum verður útdeild á þá sem skrá sig. Styrkurinn fer upp í æfingargjöld og munar um minna. Við þökkum að sjálfsögðu Samherja fyrir þenna rausnarlega styrk sem við höfum fengið undanfarin ár frá þeim.
Nú er orðið skylda hjá öllum yngri en 20 ár að vera með góm. Það er hægt að fá góma hér á Akureyri í Intersport, Toppmenn og sport og síðan í Sportver. Eins hefur Útilíf verið með góma. Foreldrafélagið stefnir að því að hafa góma til sölu í sjoppunni í vetur.
Ef einhver í 3-7 flokk hefur ekki verið að fá póst frá foreldrafélaginu þá endilega sendið póst á annakristveig@hotmail.com og látið vita