Smiley is back!

Mynd: Elvar Freyr Pálsson (12.01.2013)
Mynd: Elvar Freyr Pálsson (12.01.2013)


Ásynjur sigruð SR með tíu mörkum gegn engu í gærkvöldi. Sarah Smiley lék sinn fyrsta leik í langan tíma og skoraði tvö mörk.

Það þurfti ekki mikinn spámann til að geta sér til um að Ásynjur myndu sækja öll þrjú stigin í Laugardalinn. Það tók þær reyndar rúmar átta mínútur í fyrsta leikhluta að skora fyrsta markið, hefur reyndar loðað við Ásynjur í vetur að vera lengi í gang í leikjunum. Það var engin önnur en Sarah Smiley, sem hefur verið nokkuð lengi frá vegna meiðsla. Ásynjur skoruðu fimm mörk í fyrsta leikhlutanum, þrjú í öðrum og tvö í þeim þriðja. Úrslitin: SR - Ásynjur 0-10 (0-5, 0-3, 0-2).

Sjá leikskýrsluna á vef ÍHÍ.

Mörk/stoðsendingar
SR
Refsingar: 2 mínútur

Ásynjur
Guðrún Blöndal 3/0
Védís Áslaug Beck Valdemarsdóttir 1/2
Sarah Smiley 2/0
Hrund Thorlacius 2/0 
Sólveig Smáradóttir 2/0 
Thelma María Guðmundsdóttir 0/2
Anna Sonja Ágústsdóttir 0/2
Arndís Eggerz Sigurðardóttir 0/1
Elísabet Kristjánsdóttir 0/1
Margrét Róbertsdóttir 0/1
Refsingar: 0 mínútur

Þegar þetta er skrifað síðdegis á mánudegi eru Ásynjur enn í höfuðborginni, dreifðar á meðal vina og ættingja og bíða þess að veður og færð hleypi þeim heim. Eftir leikinn í gærkvöldi var nefnilega ófært norður vegna veðurs.