Stærsta barnamótið til þessa

Það var mikil gleði í Skautahöllinni um helgina þegar stóra Barnamótið í íshokkí yngri en 10 ára var haldið þar sem voru samankomnir 160 keppendur frá Skautafélagi Akureyrar, Fjölni og Skautafélagi Reykjavíkur. Aldrei hafa fleiri keppendur tekið þátt í barnamóti áður svo við vitum af að minnsta ekki frá Skautafélagi Akureyrar en félagið átti 93 keppendur 9 ára og yngri á mótinu. Mótið tókst gríðarlega vel en sjálfboðaliðar á vegum foreldrafélags SA sem eiga veg og vanda að skipulagningu mótsins eiga hrós skilið fyrir frábæra umgjörð og utanumhald. Við þökkum öllum keppendum fyrir komuna á mótið og hlökkum til að fylgjast með öllum þessum frábæru íshokkíkrökkum á næstu árum.

Rakel Hinriks fangaði nokkur augnablik á mótinu og á heiðurinn af meðfylgjandi myndum.