09.03.2007
Var að fá fréttir af sigri okkar manna í U18 gegn Nýja Sjálandi 5-2 á heimsmeistaramótinu í III deild í Beijing í Kína. Þrír leikmenn, aðstoðarþjálfari og farastjóri eru að norðan.Strákarnir byrjuðu vel á mótinu með stórosigrum á Tyrkjum og Suður-Afríkubúum. Hins vegar töpuðu þeir gegn gestgjöfunum í gær eftir afleita byrjun, en staðan var 5-0 Kínverjum í vil eftir fyrsta leikhluta. Strákarnir unnu næstu tvo leikhuta 1-0 og 2-1 en urðu að sætta sig við tap 6-3 í heildina. Núna stendur yfir leikur Kínverja og Spánverja. Á morgun fáum við Spánverja og verðum að vinna þann leik til að lyfta okkur upp í aðra deild þar sem liðið á heima. ÁFRAM ÍSLAND!