Karfan er tóm.
Laugardaginn 28. janúar nk. ætlar foreldrafélagið að standa fyrir sundferð og pizzuáti í hópeflisskyni fyrir iðkendur í 1. - 5. flokki. Mæting í sund er kl. 16 og svo á Bryggjuna til að borða pizzur kl. 18. Hver og einn borgar fyrir sig í sundið sjálfur (flestir eiga sundkort) og svo þarf að hafa með sér 500 kr. til að borga fyrir pizzuhlaðborðið (foreldrafélagið greiðir restina). Vilborg Þórarinsdóttir verður með hópnum fyrir hönd foreldrafélagsins og ekki væri verra ef sjálfboðaliðar úr röðum foreldra gæfu kost á sér til að vera henni innan handar.
Við þurfum að gefa Bryggjunni upplýsingar um fjölda og því eruð þið beðin um að skrá þátttöku fyrir föstudag með pósti á netfangið jona@nordlenska.is.
Með von um góðar undirtektir,
Fyrir hönd foreldrafélagsins, Jóna og Vilborg