Karfan er tóm.
Kanadíska meistaramótið í karlaflokki gengur undir nafninu Brier og segja Kanadamenn sjálfir að öll liðin sem þar keppa geti orðið ofarlega á heimsmeistaramótinu, jafnvel unnið, gegn liðum annars staðar úr heiminum. Oft er sagt að Brier sé sterkara en Evrópumótið eða Heimsmeistaramótið og má það kannski til sanns vegar færa.
Á vef Krullusambands Kanada er að finna skemmtileg myndbönd með samantekt frá Brier-mótum frá 1948-1974. Ýmislegt er breytt síðan þá en engu að síður gaman að horfa á þessi gömlu myndbrot. Sjá tengil hér að neðan.