Karfan er tóm.
Vinaklúbbur okkar í Danmörku, Tårnby Curling Club, hefur haldið sitt árlega opna mót, Tårnby Cup, undanfarin 24 ár og nú er komið að 25. mótinu og verður það risastórt til að fagna þessum tímamótum. Uppsetning mótsins miðast við 60 lið og síðast þegar fréttaritari hafði spurnir af mótinu var enn pláss fyrir nokkur lið. Mótið hefst fimmtudaginn 4. nóvember og lýkur laugardaginn 6. nóvember, en það sama kvöld verður hátíðarkvöldverður og ball. Johannes Jensen og hans fólk yrðu afar glöð ef íslenskt lið tæki sig til og mætti á Tårnby Cup þetta árið en Íslendingar hafa tvisvar áður farið á þetta mót.