Karfan er tóm.
Það tók Jóhann Má Leifsson aðeins 21 sekúndu að skora í fyrsta OG þriðja leikhluta fyrir Jötna gegn Húnum í kvöld. Bráðfjörugum leik lauk með sigrí Jötna, 6-3.
Jóhann Már Leifsson gaf tóninn á upphafsmínútu leiksins, skoraði fyrsta mark Jötna eftir 21 sekúndu. Stefán Hrafnsson bætti við öðru marki um miðjan fyrsta leikhluta. Ljóst að Jötnar ætluðu sér sigur og voru allan tímann líklegri til þess að sigra en gestirnir.
Liðin skoruðu svo eitt mark hvort í öðrum leikhluta, Helgi Gunnlaugsson fyrir Jötna og Elvar Ólafsson fyrir Húna.
Jóhann Már endurtók leikinn í upphafi þriðja leikhluta, skoraði þegar 21 sekúnda var liðin. Ben DiMarco bætti við fimmta marki Jötna áður en Brynjar Bergmann og Falur Guðnason minnkuðu muninn í 5-3. Ben DiMarco kórónaði síðan sigur Jötna með skemmtilegu marki um sekúndu eftir að leikurinn hófst aftur eftir leikhlé sem Húnar tóku til að ráða ráðum sínum þegar þeir léku einum færri á lokamínútunni.
Úrslitin: Jötnar - Húnar 6-3 (2-0, 1-1, 3-2).
Mörk/stoðsendingar
Jötnar
Ben DiMarco 2/2
Jóhann Már Leifsson 2/0
Helgi Gunnlaugsson 1/1
Stefán Hrafnsson 1/1
Andri Freyr Sverrisson 0/3
Ingólfur Tryggvi Elíasson 0/1
Ingvar Þór Jónsson 0/1
Refsimínútur: 12
Varin skot: 25
Húnar
Elvar Ólafsson 1/0
Brynjar Bergmann 1/2
Trausti Bergmann 0/1
Falur Guðnason 1/0
Andri Helgason 0/1
Refsimínútur: 8
Varin skot: 18
Jötnar leika næsta leik sinn þriðjudaginn 29. október þegar þeir fá Fálka í heimsókn, en Víkingar halda suður næstkomandi laugardag og mæta SR í Laugardalnum.
Elvar Freyr Pálsson var snöggur að henda inn myndum í albúm á myndavef hokkídeildarinnar.