Karfan er tóm.
Það var mikið skorað í leikjum kvöldsins og sáust tvær fimmur, fjórir fjarkar og fjórir þristar. Á braut tvö spiluðu Fífur og Mammútar og byrjaði sá leikur fjörlega. Fífur skoruðu 4 í fyrstu umferð og 2 í næstu, en þá vöknuðu Mammútar heldur betur til lífsins og skoruðu 4 og aftur 4 í næstu umferðum. Þá komu 3 hjá Fífum og þær með forustu fyrir síðustu umferð 9 - 8. Fyrir síðasta stein Fífa í sjöttu umferð áttu Mammútar tvo steina inni og ætlaði Svana að leggja stein inn og var á góðri leið með það þegar eitthvað fór undir steininn og hann snarsnérist út úr línunni og fór sína leið og Mammútar fögnuðu sigri 10 - 9. sem er hæsta skor sem sést hefur lengi, samtals 19 steinar í einum leik. Á braut tvö spiluðu Garpar við Riddara. Garpar byrjuðu á að setja 5 í fyrstu umferð sem Riddarar svöruðu með 1 í annari umferð. Þá komu 3 og svo1 hjá Görpum og staðan orðin 9 - 1. Riddarar unnu svo tvær síðustu umferðirnar með 1 og endaði leikurinn 9 - 3 fyrir Garpa. Á braut fjögur spiluðu Víkingar við Skyttur og er óhætt að segja að Víkingar hafi farið hamförum ( eins og Víkinga var siður Víkingatímabilinu) Víkingar tóku allar umferðirnar án andsvars frá Skyttum en umferðiranr fóru 3 - 3 - 1 - 5 - 1 - 2 samtals 15 - 0. Gísli kom greinilega funheitur frá Kanarí. Á braut fimm áttust við Üllevål og Svartagengið. Üllevål byrjaði á að skora 2 í fyrstu og aftur 1 á annari umferð en þá kom eina svar Svartagengis þegar þeir skoruðu 2 í þriðju umferð. Þá komu 4 hjá Üllevål og svo 1 og 1 sem tryggði þeim fínan sigur 9 - 2. Üllevållar eru greinilega komnir á skrið. Eins og áður sagði þá voru skoraðir 57 steinar sem gerir rúmlega 14 steinar áí leik að meðaltali. Úrslitablaðið HÉR