Tvær frá SA á Norðurlandamótið

Landsliðskonurnar okkar.
Landsliðskonurnar okkar.


Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir keppa með landsliði Íslands á Norðurlandamótinu í listhlaupi á skautum á næstu dögum. Sterkasta mót sem þær hafa tekið þátt í.

Stúlkurnar héldu suður til Reykjavíkur í gær, en auk þessara tveggja var Sara Júlía Baldvinsdóttir valin sem varamaður í landsliðið. Hún fór þó ekki suður. 

Ljóst er að þetta er sterkasta mót sem þær hafa tekið þátt í og verðugt verkefni fyrir þær og hina íslensku keppendurna. Þær hafa báðar náð mjög góðum árangri í vetur og til dæmis náði Hrafnhildur sínu besta skori frá upphafi á Reykjavíkurleikunum, RIG, fyrr í þessum mánuði.

Okkar stelpur keppa á fimmtudag og sunnudag
Lokaundirbúningur fyrir mótið fer fram í dag. Mótssetning verður á morgun, fimmtudaginn 31. janúar, kl. 15.15. 
Keppnin stendur frá fimmtudegi fram á sunnudag og lýkur með verðlaunaafhendingu sem á að hefjast kl. 15.15 á sunnudag. SA-stelpurnar eru í stúlknaflokki, Advanced Novice, og keppa á fimmtudag og laugardag.

Sterkir erlendir keppendur
Í frétt Skautasambandsins um mótið kemur fram að 77 keppendur taka þátt í mótinu. Svíar og Finnar eru fremstir meðal Norðurlandaþjóða í listhlaupi og má nefna að Svíar senda mjög sterka keppendur á mótið að þessu sinni. Alls taka níu Íslendingar þátt í mótinu, þar af eru tvær stúlkur auk þeirra Hrafnhildar og Elísabetar í Advanced Novice flokki. 

Beinar útsendingar
Allar upplýsingar um mótið má finna á vef Skautasambandsins, þar á meðal dagskrá mótsins (einnig hér) en keppni í stúlknaflokknum hefst kl. 17.15 fimmtudaginn 31. janúar (short program) og heldur síðan áfram kl. 13.20 laugardaginn 2. febrúar. Samkvæmt okkar heimildum verður hægt að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu gegnum vef mótsins, en við höfum ekki tengil beint á þá síðu enn sem komið er.

Upplýsingar um keppendalista og síðan einkunnir og úrslit þegar þar að kemur má finna á úrslitasíðu mótsins.

Hrafnhildur Ósk og Elísabet Ingibjörg í peysum frá Icewear,
samstarfsaðila Skautasambandsins.

Myndirnar hér að neðan tók Ásgrímur Ágústsson á Haustmóti ÍSS 2012.

Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir
 

Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir