Um helgina mætir kvennalið Skautafélags Reykjavíkur hingað til Akureyrar til þess að etja kappi við Valkyrjurnar. Spilaðir verða tveir leikir, sá fyrri á föstudagskvöldinu og sá síðari á laugardaginn kl. 17:30. SR liðið er nýtt í deildinni, en gerði sér lítið fyrir og lagði Ynjurnar að velli með einu marki í síðustu viðureign liðanna. Liðið er að mestu skipað nýliðum í íþróttinni en inni á milli leynast reynslumeiri leikmenn, er þar má m.a. nefna markvörðinn hana Margréti sem spilaði með SA í fyrra og einnig hana Öggu sem hefur verið einn helst markaskorari í kvennadeildinni undanfarin ár.Jafnframt hefur liðið heimild til þess að fá lánaða fjóra leikmenn frá Birninum og því eru allar líkur á því að leikirnir verði skemmtilegir um helgina.