11.03.2007
Þá er lokið heimsmeistaramótinu U18 í þriðjudeild. Síðasti leikur mótsins var milli Spanverja og Íslendinga og lauk honum með sigri Spænskra 6-3. Íslenska liðið er því í 3. sæti á mótinu og leikur áfram í 3 deild að ári. Spánverjar unnu mótið og Kínverjar urðu í öðru sæti. Samkvæmt yfirlitinu hjá iihf..com leiddu íslensku strákarnir eftir 1. lotu 1-0 og 3-2 eftir tvær. Með leik sínum hafa strálkarni sýnt að þeir eiga í fullu tré við þjóðrinar sem lentu í fyrstu og öðru sæti en þær færast upp um deild og þá um leið að þeir eiga erindi í aðra deild.