Karfan er tóm.
Landslið Íslands í Íshokkí skipað leikmönnum yngri en 18 ára hefja keppni í dag á heimseistaramótinu í III deild A sem fram fer í Taívan. Liðin sem Ísland mætir í keppninni eru Búlgaría, Ísrael, Mexíkó, Suðu-Afríka og Taívan.
SA á fimm leikmenn í hópnum að þessu sinni en það eru þeir Róbert Guðnason, Halldór Ingi Skúlason, Heiðar Örn Kristveigarson, Matthías Már Stefánsson og Sigurður Freyr Þorsteinsson. Þá er fyrirliði liðsins Hafþór Andri Sigrúnarsson einnig uppalinn hjá SA en spilar nú fyrir unglingalið IFK Ore í efstu deild í Svíþjóð.
Liðið er að spila sinn fyrsta leik í mótinu við lið Taívan þegar þessi frétt er skrifuð og staðan er 2-0 fyrir Íslandi.
Hér má fylgjast með beinni textalýsingu frá leikjunum.