Karfan er tóm.
U18 kvennalandslið Íslands í íshokkí hefur á heimsmeistaramótinu í íshokkí í 2. deild á morgun en mótið fer fram í Sófíu í Búlgaríu. Fyrst i leikur liðsins er gegn Belgíu i á morgun fimmtudag kl. 14.30 á íslenskum tíma. Auk Íslands eru í riðlinum eru Belgía, Búlgaría, Eistland, Kazakstan og Nýja-Sjáland. Fylgjast má með dagskránni ásamt stöðu mótsins á heimsíðu alþjóða íshokkísambandsins.
Leikjadagskrá Íslands.
26. janúar kl. 14:30 Ísland - Belgía
27. janúar kl. 11:00 Ísland - Nýja-Sjáland
29. janúar kl. 11:00 Ísland - Eistland
31. janúar kl. 18:00 Ísland - Búlgaría
1. febrúar kl. 18:00 Ísland - Kazakstan
SA á tólf fulltrúa í liðinu auk þess koma liðsstjórinn Margrét Aðalgeirsdóttir og heilbrigðisstarfsmaðurinn Sólveig Hulda Valgeirsdóttir úr okkar röðum. Þjálfarar liðsins eru þau Laura-Ann Murphy, Alexandra Hafsteinsdóttir og Vladimir Kolek.
Leikmenn SA í liðinu:
Áfram Ísland!