U18 stúlkna landslið Íslands í íshokkí hefur leik á HM í Tyrklandi á morgun

Íslenska U18 stúlkna landslið Íslands 2025 á Keflavíkurflugvelli
Íslenska U18 stúlkna landslið Íslands 2025 á Keflavíkurflugvelli

U18 stúlkna landslið Íslands í íshokkí lagði nú í morgunsárið af stað frá Keflavík á leið til Istanbul í Tyrklandi þar sem liðið hefur leik á Heimsmeistaramótinu í 2.deild B á morgun. SA á 14 fulltrúa í liðinu í ár auk aðila í þjálfarateyminu og fararstjórn. Fyrsti leikur liðsins er á morgun kl. 13 á íslenskum tíma en þá mætir liðið Suður-Afríku í fyrsta leik mótsins en fyrir fram ætti það að vera þægilegur leikur til þess að hefja mótið á. Næstu leikir liðsins eru svo gegn Belgíu, Mexíkó og Tyrklandi sem eru allt úrslitaleikir fyrir liðið í baráttunni um verðlaunasætin í mótinu sem klárast næsta fimmtudag. Leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu en við munum setja inn link á Facebook síðu hokkídeildar fyrir leikinn en á heimasíðu alþjóða íshokkísambandsins má fylgjast með tölfræði og dagskrá mótsins.

Leikmenn SA í liðinu:

Aðalheiður Anna Ragnarsdóttir

Aníta Ósk Sævarsdóttir

Aníta Júlíana Benjamínsdóttir

Arna Sigríður Gunnlaugsdóttir

Díana Lóa Óskarsdóttir

Eyrún Arna Garðarsdóttir

Freyja Rán Sigurjónsdóttir

Heiðrún Helga Rúnarsdóttir

Kolbrún Björnsdóttir

Magdalena Sulova

Ragnheiður Alís Ragnarsdóttir

Sólrún Assa Arnardóttir

Sveindís Marý Sveinsdóttir

Sylvía Mörk Kristinsdóttir

Kim McCullough frá Kanada er aðalþjálfari liðsins henni til aðstoðar eru þær Silvía Björgvinsdóttir og Teresa Snorradóttir. Tækjastjóri liðsins er Erla Guðrún Jóhannesdóttir, Sólveig Hulda Valgeirsdóttir heilbrigðisfulltrúi og Elísabet Ásgrímsdóttir fararstjóri liðsins.

 

Við óskum liðinu góðs gengis á mótinu – Áfram Ísland!

 

Leikir Íslands:

18. janúar kl. 13:00 Ísland – Suður-Afríka

20. janúar kl. 13:00 Ísland - Belgía

22. janúar kl. 16:00 Ísland - Mexíkó

23. janúar kl. 16:00 Ísland - Tyrkland