Karfan er tóm.
Síðasti leikur mótisins var annar auðveldur sigur Íslands og í þetta skiptið gegn Úkraínu. Leiknum lauk 6 - 0 og var aldrei í hættu. Ísland endaði í öðru sæti, Ástralía í því fyrsta og Nýja Sjáland í þriðja.
Segja má að þetta hafi verið heldur sérkennilegt mót. Eitt tap á móti Ástralíu í fyrsta leik og svo fjórir til þess að gera auðveldir sigrar, en marka hlutfallið í síðustu fjórum leikjunum var 23 á móti 1. Það er alveg ljóst að íslenska liðið á heima í deildinni fyrir ofan og verður það markmið næsta móts.
Stelpurnar stóðu sig gríðarlega vel, voru agaðar og skipulagðar í sínum leik og geta verið stoltar af sinni frammstöðu á mótinu - íþróttinni, landi og þjóð til sóma. Áfram Ísland og áfram íslenskt kvennahokkí!
Í lok leiksins voru veittar nokkrar viðurkenningar. Saga Blöndal var valin maður leiksins, Sunna Björgvinsdóttir besti leikmaður Íslands á mótinu og Silvía Björgvinsdóttir besti sóknarmaður mótsins.
Besti markmaður mótsins og besti varnarmaður komu frá Ástralíu.