Karfan er tóm.
Svarta gengið og Riddarar í úrslitin.
Svarta gengið sigraði Garpa 7 - 6 í öðrum undanúrslitaleiknum. Svarta gengið skoraði 1 í fyrstu lotu 4 í annari og 1 í þeirri þriðju og staðan því 6 - 0 eftir þrjár umferðir. Garpar skoruðu 3 í fjórðu lotu en Svarta bætti 1 við í fimmtu lotu. Garpar náðu síðan að skora 3 í síðustu en það dugði ekki til og Svarta gengið sigraði því 7 - 6. Riddarar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Skyttur öðru sinni í mótinu. Leikurinn endaði 6 - 5 fyrir Riddara. Skyttur byrjuðu á að fá 1 í fyrstu lotu Riddarar tóku 2 í annari og Skyttur 1 í þriðju. Þá skoruðu Riddarar 4 steina í fjórðu lotu og staðan því orðin 6 - 2 fyrir Riddara. Skyttur skora 1 í fimmtu og 2 í sjöttu þannig að leikurinn endaði 6 - 5 fyrir Riddara. Skyttur vinna því fjórar umferðir en tapa samt, svona getur þetta verið. Annað sem athyglivert er að ef við hefðum notað kerfið sem við höfum notað til að raða í 3 og fjórða sæti þá væru Skyttur ofar en Garpar eða í þriðja sæti (unnu fjórar umferðir) án þess að vinna leik í mótinu..