Karfan er tóm.
Um stigaskor í krulluleikjum gilda ákvæði í kafla R11 í krullureglum Alþjóða krullusambandsins, WCF. Þar kemur meðal annars fram að leik sé lokið þegar annað liðið getur ekki náð hinu að stigum. Vissulega er skiljanlegt þegar krullufólk hér og annars staðar sem ekki hefur mörg tækifæri til að komast á svellið að spila vilji nýta tímann á svellinu til hins ýtrasta og spila leiki sína til síðasta steins í síðustu umferð. En það er samt sem áður andstætt reglunum og myndi á "alvöru" mótum teljast móðgun við andstæðinginn.
Þetta er raunar mjög skýrt í reglunum.
Í kafla R11 í krullureglum WCF segir meðal annars í lauslegri þýðingu:
(a) Úrslit leiks ákvarðast af fjölda stiga þegar tilætluðum fjölda umferða er lokið, eða þegar lið játar sig sigrað af keppinautnum eða þegar annað liðið er stærðfræðilega útilokað frá sigri.
Þessi setning, "stærðfræðilega útilokað frá sigri", segir einfaldlega að lið skuli hætta leik af staðan í leiknum er þannig að steinarnir sem liðið á efitr að senda (ásamt steinum sem eru utan hrings og hægt væri að skjóta inn og steinum sem þegar gefa stig) nægja ekki til að jafna leikinn.
Í leikjum okkar koma einnig stundum upp vangaveltur um það hvernig skrá skal stig ef leik er hætt áður en allir steinar hafa verið sendir. Þetta er í raun ekki flókið ef maður skoðar reglurnar og leggur þær á minnið.
Í kafla R11 í krullureglunum segir í lauslegri þýðingu:
(h) Lið getur aðeins hætt leik þegar það á að senda stein. Þegar lið hættir leik áður en umferð er lokið ákvarðast skorið í þeirri umferð sem hér segir:
(i) Ef bæði lið eiga eftir að senda steina eru sett "X" á skortöfluna.(ii) Þegar aðeins annað liðið hefur klárað alla sína steina:1) Ef liðið sem hefur sent alla sína steina hefur steina sem telja eru engin stig gefin heldur eru sett „X“ á skortöfluna.
Krullureglur WCF má finna á heimasíðu sambandsins (pdf-skjal).2) Ef liðið sem ekki hefur sent alla sína steina hefur steina sem telja gilda þau stig og eru sett á skortöfluna.3) Ef engir steinar telja eru sett „X“ á skortöfluna.