Úrslit Vormóts SA í íshokkí

Mynd: Jóhannes Jakobsson
Mynd: Jóhannes Jakobsson

Í gær lauk Vormóti SA í íshokkí í öllum aldursflokkum og byrjendanámskeiði.

Byrjendanámskeið hefur verið í gangi alla fimmtudaga og sunnudaga frá því í byrjun maí. Alls voru 20 krakkar á aldrinum þriggja til sex ára skráðir á námskeiðið og var meirihluti þeirra að stíga á skauta í fyrsta skipti. Allir lærðu að skauta og skemmtu sér vel við að prófa hokkí og leika sér á svellinu.

Deild III - aldur 5-9 ára
1. Hákarlarnir (19 stig) 8 sigrar
2. Riddarar (19 stig) 7 sigrar
3. Ísbirnir (10 stig)  

Deild II - aldur 9-13 ára
Úrslitaleikir
Bronsverðlaun: Grænu drekarnir - Tígrarnir 1-3
Gullverðlaun: Rauðu refirnir - Svörtu pardusarnir 2-5

Markahæstur: Axel Snær Orongan (Svörtu pardusarnir) 18 mörk, 2 stoðsendingar (20 stig)
Mikilvægasti leikmaður Svörtu pardusanna: Dagur Freyr Jónasson
Mikilvægasti leikmaður Rauðu refanna: Alex Máni Sveinsson
Mikilvægasti leikmaður Tígranna: Höskuldur Dúi Jónasson
Mikilvægasti leikmaður Grænu drekana: Kolbrún Maria Garðarsdóttir

Deild I - 4A, 3 og kvennafl.
Úrslitaleikir 
Bronsverðlaun: Hákarlarnir - Gulu eldingarnar 10-9
Gullverðlaun: Jötnar - Drekarnir 8-4

Markahæstur: Sigurður Freyr Þorsteinsson, 32 mörk, 10 stoðsendingar (42 stig)

Jóhannes Jakobsson sendi okkur nokkrar myndir frá mótinu - sjá hér.

Við eigum svo væntanlega von á myndum frá Ása einhvern tímann á næstunni.