Karfan er tóm.
Á morgun hefst úrslitakeppnin í Íslandsmóti kvenna með fyrsta leik SA og Bjarnarins. Líkt og kunnugt er tefldi SA fram tveimur liðum í Íslandsmótinu
þ.e. Ynjum og Valkyrjum. Valkyrjur urðu deildarmeistarar og Ynjur urðu íþriðja sæti en liðin munu nú sameinast í úrslitum.
Úrslitakeppnin verður lengri nú en hún hefur verið áður því hingað til hefur lið aðeins þurft að vinna tvö leiki til að tryggja sér titilinn, en að þessu sinni verður keppnin með sama sniði og hjá körlunum. Lið þarf því að vinna þrjá leiki og spilað verður annan hvern dag þar til yfir lýkur. Eins og áður sagði hefst keppnin hér á Akureyri á morgun kl. 16:00 sem verður að teljast afbragðs góður leiktími fyrir fyrsta leik.
Væntingar til liðsins eru miklar, fullar fjórar línur af sameinuðu liði Valkyrja og Ynja. Liðið er góð blanda af eldri og yngri leikmönnum og valin kona í hverri stöðu. Sarah Smiley hefur undirbúið lið sitt vel fyrir komandi átök og vænta má skemmtilegra viðureigna.
Karlaliðið sem nýlega lauk keppni hlaut mikinn stuðning frá áhorfendum og nú er komið að því að styðja við bakið á stelpunum. Við hvetjum því alla sem vettlingi geta valdið að láta sjá á þessum leikjum og hvetja sitt lið til dáða.