Úrslitakeppni kvenna hefst á morgun

Fyrsti leikur í úrslitakeppninni í íshokkí í Hertz-deild kvenna milli SA og Fjölnis er á fimmtudag 2. mars í Skautahöllinni á Akureyr kl. 19:30. SA eru deildarmeistarar og byrja því á heimavelli en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitlinn í íshokkí.
Miðaverð er 1500 kr. en frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Hægt er að tryggja sér miða í forsölu í Stubb. Við hvetjum fólk til þess að mæta í rauðu og litum þannig stúkuna í okkar lit.
Sjoppan selur pizzur og samlokur svo engin þarf að fara svangur heim. Áfram SA!
 
Leikirnir í úrslitakeppninni:
Leikur 1: Fimmtudaginn 2. mars í Skautahöllinni Akureyri kl. 19:30
Leikur 2: Laugardaginn 4. mars í Egilshöll kl. 16:45
Leikur 3: Þriðjudaginn 7. mars í Skautahöllinni Akureyri kl. 19:30
* 4. leikur 9. mars í Egilshöll kl. 19:30
* 5 leikur 11. mars í Skautahöllinni Akureyri kl. 16:45
* leikir 4 og 5 ef til koma ef annað liðið sé ekki búið að vinna 3 leiki.