Úrslitaleikur - bein textalýsing

Hér að neðan er bein textalýsinga frá fimmta leik í úrslitum mfl. karla milli SA og SR. Leikurinn er einnig sýndur beint í digital útsendingu á N4.

Næsti stórviðburður í hokkíheiminum á Íslandi verður laugardaginn 12. mars kl. 16, en þá fer fram fyrsti leikur í úrslitarimmunni í meistaraflokki kvenna, SA gegn Birninum. 

Kl. 21.18
We are the Champion er vinsælasta lagið í höllinni þessa stundina. Mjölnismenn láta það ekki á sig fá og halda áfram sínum söng með sínu nefi. Þeir eru skemmtileg viðbót í annars öflugt stuðningsmannalið SA.

Kl. 21.16
Fyrirliði SA, Jón Benedikt Gíslason, fær Íslandsmeistarabikarinn afhentan og er það formaður ÍHÍ, Viðar Garðarsson, sem afhendir bikarinn. Höllin tirtar af söng og fögnuði! Queen-lagið sígilda, We are the Champions, er komið í gang við mikinn fögnuð heimamanna. 

Kl. 21.14
Gríðarlegur fögnuður í Skautahöllinni á Akureyri. SA-menn taka magaskrið á svellinu. Eriftt að stjórna SA-mönnum, verðlaunaafhending á að hefjast en SA-menn eru í myndatöku. Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, og formaður hokkídeildar SA, Ólöf Sigurðardóttir, afhenda SA-mönnum gullpeninga. Margrét Ólafsdóttir, stjórnarmaður í Íshokkísambandi Íslands, afhendir SR-mönnum silfurpeninga.  

Kl. 21.10
SA ÍSLANDSMEISTARAR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Kl. 21.09
SA menn einum fleiri það sem eftir lifir leiks hálf mínúta eftir. 

Kl. 21.08
58.05 mín., nr. 16 hjá SR fær 2ja mínútna refsingu fyrir slashing.

Kl. 21.08
Tvær mínútur eftir af leiknum.  

Kl. 21.07
Markvörður SA heldur þeim á floti með því að loka markinu. 

Kl. 21.06
Ingólfur Tryggvi Elíasson, SA, fær 2ja mínútna refsingu fyrir tripping. SA-menn tveimur færri í smá tíma. Gæti reynst hættulegt. 

Kl. 21.05
Fjórar mínútur eftir. SA-menn komnir með aðra hönd á bikarinn. 

Kl. 21.03
55.08 mín., rerfsing á leikm. 26 hjá SA, Hilmar Leifsson, 2 mínútur fyrir hooking. 

Kl. 21.02
Fimm mínútur til leiksloka. 

51.20 mín. 6-2
MARK SA!!! Leikmaður nr. 11, Stefán Hrafnsson skorar, stoðsending frá nr. 25, Ingvari Þór Jónssyni. 

Nr. 61 hjá SR, Gauti Þormóðsson, 2 mínútna refsing fyrir cross checking. 

Kl. 20.53
48.26 mín., nr. 24 hjá SR, Arnþór Bjarnason, fær brottvísun úr leik, Match Penalty, fyrir óíþróttamannslega hegðun (hráka). Leikmaðurinn er rekinn úr leiknum og leikmaður nr. 10 situr fyrir hann í 5 mínútur. 

Kl. 20.51
47.24 mín., 2 mínútna refsing á nr. 15, Ingólf Tryggva Elíasosn, fyrir slashing. 

Kl. 20.49 5-2
MARK SA!!! 47.12 mín., Nr. 14, Jón B. Gíslason

Kl. 20.40
42.29, refsing á nr. 24 SR, Arnþór Bjarnason, 2 mínútur fyrir cross checking. 

Kl. 20.40 4-2
42.29 mín.: MARK SA!!! Nr. 11, Stefán Hrafnsson, fyrsta stoðsending frá nr. 10, Jóhanni Má Leifssyni, önnur stoðsending frá nr. 14, Jóni B. Gíslasyni 

Kl. 20.37
Þriðji og síðasti leikhlutinn hafinn. 

Kl. 20.34
Eftirlitsdómari á orðastað við ritara leiksins í leikhéinu, athugasemdir gerðar við tiltekinn tónlistarflutning, sem og hvatningu kynnis en hún þykir vera á gráu svæði. 

Markvörslur í 2. leikhluta:
Markvörður SR varði 10 skot
Markvörður SA varði 9 skot 

Kl. 20.21
Gríðarleg stemning í Skautahöllinni á Akureyri við lok annars leikhluta. Staðan enn 3-2, SA-menn nálægt því að skora á lokasekúndunum.  

Kl. 20.19
Dómar á SR, nr. 19, Þórhallur Viðarsson 2+2 mínútur fyrir tripping og roughing, og nr. 24, Arnþór Bjarnason, 2 mínútur fyrir roughing.

Kl. 20.16
Skothríðin dundi á marki SR á meðan þeir voru einum færri, en markvörðurinn var fyrir. 

Kl. 20.15
SA-menn nálægt því að skora, pökkurinn "slefaði" framhjá stönginni. 

Kl. 20.11
Dómur á SR, nr. 61, Egill Þormóðsson, 2 mínútur + 10 fyrir checking to the head. Gauti bróðir fer með honum í boxið.

Kl. 20.10
SA-maðurinn Andri Mikaelsson komst í hraða sókn, einn á móti markmanni, skaut framhjá. 

Kl. 20.07
31.06 mín.: Refsing á SA, of margir menn á ís, nr. 10, Jóhann Leifsson fer í boxið.

Kl. 20.05
Rúnar Freyr með skot rétt framhjá marki SR. 

Kl. 20.01
Dómur á SR, nr. 24, Arnþór Bjarnason, 2 mínútur fyrir High Stick. 

Kl. 19.59
Heimamenn fagna marki, en það er ekki dæmt gilt.   

Kl. 19.56 3-2
25.15 mín., nr. 61 í dauðafæri, varið og nr. 28 hjá SA gerðist brotlegur (hooking), en SR hafði val um refsinguna eða víti og völdu vítið. Egill Þormóðsson skorar úr vítinu.

Kl. 19.53
Dómur á SR, 24.32 mín., nr. 3, Pétur Maack, 2 mínútur fyrir hooking.

Kl. 19.50
SR maður í dauðafæri, en rangstæður. 

Kl. 19.49
Heimamenn vel studdir af hundruðum áhorfenda sem syngja "Áfram SA!" 

Kl. 19.48
Markmaður SA ver vel eftir gott færi SR-manna. 

Kl. 19.47
Einum færri komust SA menn í góða sókn, Gunnar Darri einn á móti markmanni, sem varði vel. 

Kl. 19.47
20.05 mín., dómur á nr. 14 hjá SA, Jón Benedikt Gíslason, 2 mín. fyrir tripping 

Kl. 19.45
Liðin komin aftur út á svellið. 

Kl. 19.44
Stúlkur úr Listhlaupsdeild SA hafa skemmt áhorfendum í hléinu. Stutt í að annar leikhluti hefjist. 

Kl. 19.35
Aðeins til útskýringar á því sem gerðist þegar SR skoraði. Markadómarinn veifaði flagginu en virðist ekki hafa gert það nægilega áberandi og virtust SR-ingar telja að ekki hefði verið dæmt mark. Markaskorarinn mótmælti og fékk fyrir það persónulegan 10 mínútna dóm. Í leikhléi gerði eftirlitsdómari athugasemd til að skerpa á því að markadómari ætti að veifa flagginu á áberandi hátt þegar mark er skorað og ekki að láta það síga aftur fyrr en ljóst er að annað hvort er dæmt mark eða að leikurinn heldur áfram. Markið og refsingin standa engu að síður. 

Kl. 19.29
Fyrsta leikhluta lokið. SA-menn með yfirburði og komust í 3-0, en SR náði að minnka muninn í 3-1. Fjöldi varinna skota segir kannski allt sem segja þarf um gang leiksins, SA hefur náð 20 skotum á mark en SR 8 skotum.
Markvarsla:
SA varði 7 skot.
SR varði: 17 skot

Kl. 19.27
17.43 mín., nr. 51 hjá SR, Gauti Þormóðsson, fær 2ja mínútna refsingu fyrir roughing. Orðbragð þeirra félaga frá SR sem nú sitja í boxinu er ekki eftir hafandi. 

Kl. 19.24 3-1
Nr. 16 hjá SR, Svavar Steinsen (Rúnarsson á skýrslu) skorar fyrsta mark SR en fær jafnframt 10 mínútna persónulegan dóm (misconduct) fyrir mótmæli.

Kl. 19.23
SR í dauðafæri, bjargað af markverði. 

Kl. 19.20
Dómur á nr. 11 hjá SA, Stefán Hrafnsson, fyrir slashing. 2 mín. 

Kl. 19.18
SR menn reyna að sækja en heimamenn verjast vel og hleypa gestunum lítt áleiðis. 

Kl. 19.17
"Þetta er einstefna," syngja Mjölnismenn á pöllunum. 

Kl. 19.16
SA maðurinn Siggi Sig blóðugur og fer af svellinu til aðhlynningar.

Kl. 19.14 3-0
MARK!!! 08.11 mín., nr. 28, Rúnar Freyr Rúnarsson, skorar þriðja mark SA manna. Eru Reykvíkingar ekki mættir í höllina? 

Kl. 19.13
Skautahöllin á Akureyri er smekkfull af áhorfendum og Mjölnismenn syngja: "Aðeins eitt lið á svellinu!" 

Kl. 19.12
06.41 mín. Nr. 10 hjá SR, Kristján Gunnlaugsson, fær 2 mínútna dóm fyrir High Stick 

Kl. 19.11
Josh og Jón Gísla í hraðri sókn og góðu færi, Rúnar Freyr einnig með skot fyrir SA, en ekki mark. 

Kl. 19.08 2-0
04.20 mín. MARK!!! SA skorar aftur, unnu pökkinn og komust hratt upp þrír á móti einum. Mark SA skoraði nr. 10, Jóhann Már Leifsson, stoðsending frá nr. 14, Jóni Benedikt Gíslasyni. Leikmaður nr. 19 hjá SR, Þórhallur Viðarsson fékk dóm um leið fyrir hooking en fer ekki í boxið vegna marksins.

Kl. 19.07
SR með laust skot að marki SA, minnstu munaði að pökkurinn læki framhjá markverði SA, en honum tókst að bjarga á síðustu stundu. 

Kl. 19.05  1-0
2.38 mín. SA skorar, nr. 14 Jón Benedikt Gíslason, stoðsending frá nr. 11, Stefáni Hrafnssyni. 

Kl. 19.03
Jóhann Leifsson með skot, varið. SA-menn ná frákasti og skora!!! 1-0 

Kl. 19.02
Atgangur við mark SR, markið losnaði.

Kl. 19.01
Leikur hafinn. 

Kl. 18.59
Atvikalýsingu (mörk og brottvísanir) má finna í gegnum ihi.is - hér:

Kl. 18.58
Allt klárt, leikmenn bíða við hliðin eftir að vera hleypt inn á svellið. 

Kl. 18.56
Mjölnismenn byrjaðir að lemja trommurnar og að sjálfsögðu boðnir velkomnir af félaga sínum, kynninum Kalla. 

Kl. 18.52
Spenna í loftinu, líklega meiri en áður, enda er þetta fimmti og síðasti úrslitaleikurinn í þessari rimmu. SA-menn með sína venjubundnu endurkomu, búnir að vinna tvo leiki og jafna viðureignina eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Hvað sem öðru líður er öruggt að í kvöld fer Íslandsmeistarabikarinn á loft á Akureyri. Skautahöllin á Akureyri er góður staður til að lyfta bikar.

Kl. 18.48
Tólf mínútur í leik, allt klárt. Dómarar í dag eru Andri Freyr Magnússon og Helgi Þórisson, línudómarar eru Dúi Ólafsson og Orri Sigmarsson. Ritari í dag er Árni Arason, tímavörður er Jóhann Björgvinsson, kynnir er Karl Ólafur Hinriksson. Markadómarar eru Jón Björnsson og Jón Már Ásvaldsson. Í boxunum eru Ómar Ólafsson, Davíð Björnsson, Björn Davíðsson og Erlingur Sveinsson.