Vel heppnuð ferð til Furudals

Við fengum þessa mynd að
Við fengum þessa mynd að "láni" á Fb-síðu liðsins.


Átta strákar ásamt fimm foreldrum úr SA sameinuðust hokkídrengjum og foreldrum frá Reykjavíkurfélögunum undir merkjum Cougars-liðsins sem tók þátt í IFK Ore U12 Cup 2013 í Furudal í Svíþjóð.

Leikmenn SA sem fóru í þessa ferð voru: Jakob Ernfelt Jóhannesson, Davíð Hafþórsson, Ágúst Máni Ágústsson, Gunnar Aðalgeir Arason, Ari Orrason, Hermann Smári Jónsson, Axel Snær Orongan og Hallbjörn Kári Hjartarson.

Veðurútlitið var ekki gott þegar leið á síðustu viku, en hópurinn átti bókað flug út á fimmtudagsmorgni. Vegna slæmrar veðurspár var ákveðið að halda suður á þriðjudagskvöldi og dvelja aukadag í höfuðborginni, frekar en að bíða og eiga á hættu að komast ekki suður í tæka tíð. Þessi áætlun gekk fullkomlega upp og hópurinn náði tveimur klukkustundum í almenningstímanum í Skautahöllinni í Reykjavík á miðvikudeginum - þegar allt var "ófært" og skólahópar afbókuðu í stórum stíl. Eftir foreldrafund hvar síðan haldið til Keflavíkur, gist þar eina nótt og svo flogið til Stokkhólms á fimmtudagsmorgninum. Eftir að lent var í Stokkhólmi átti hópurinn síðan eftir þriggja tíma rútuferð norður til Furudals þar sem mótið fór fram.

Liðið æfði á föstudeginum og lék síðan einn leik um kvöldið, þrjá leiki á laugardeginum og tvo á sunnudegi.

Fyrsti leikur var erfiður og tapaðist 4-12, annar leikurinn var betri hjá okkar liði, en úrslitin þó 0-6. Þriðji leikurinn var jafnari og munaði minnstu að þar næðu okkar menn loks í stig, en það gekk þó ekki því andstæðingarnir skoruðu sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok, úrslitin 6-7. Líklega hafa vonbrigðin með endinn á þessum leik haft áhrif á liðið og næsti leikur tapaðist 1-8. Tveir síðustu leikirnir voru góðir hjá okkar mönnum, fyrst 1-2 tap og svo 5-2 siur.

Úrslit leikja:
Cougars - IFK Ore 4-12
Cougars - SHC 0-6
Cougars - FIF 6-7
Cougars - MBH 1-8
Cougars - VHC 1-3
Cougars - KHT 5-2

Tveir úr SA-hópnum voru valdir menn leiksins, Axel Snær og Gunnar Aðalgeir.

Á vefnum cuponline.se má sjá öll úrslit og tölfræði frá mótinu.

Á mánudagsmorgninum tók svo við langt ferðalag, fyrst þriggja tíma akstur til Stokkhólms, þá flug til Keflavíkur og svo akstur heim til Akureyrar.

Hópurinn vill þakka Höldi, Skeljungi og Ágústi Ásgrímssyni fyrir þeirra þátt í að gera þessa ferð mögulega.