Karfan er tóm.
Víkingar sigruðu Mammúta í úrslitaleik í gærkvöldi.
Mammútar unnu alla leiki sína í riðlakeppninni en náðu ekki að fylgja því eftir í úrslitaleiknum, þrátt fyrir að hafa skorað þrjú stig í fyrstu umferðinni. Víkingar komust yfir eftir þrjár umferðir, Mammútar jöfnuðu, en síðan unnu Víkingar tvær síðustu umferðirnar og lokatölurnar 7-4.
Í leiknum um bronsið áttust við Garpar og Skytturnar. Þar höfðu Garpar 8-1 sigur. Fífurnar og svartagengið sættust á jafntefli í leiknum um 5. sætið, en Ís-lendingar sigruðu Fálka í leik neðstu liða mótsins.
Úrslit allra leikja má finna í excel-skjali hér.
Krulluvefurinn óskar Víkingum til hamingju með árangurinn.