Karfan er tóm.
SA Víkingar máttu sætta sig við ósigur gegn Esju í Laugardaldnum um helgina, lokatölur leiksins 5-3.
Esja var sterkari aðilinn í leiknum og gerðu harða hríð að marki Víkinga frá byrjun en Róbert Steingrímsson markmaður hélt Víkingum inní leiknum lengst af. Esja vann fyrstu lotuna 2-0 og aðra lotuna sömuleiðis 2-0. Esja komst í 5-0 um miðja þriðju lotuna. Víkingar náðu að klóra í bakkann undir lokin með þremur mörkum á einni mínútu en nær komust þeir ekki. Esja situr nú í efsta sæti deildarinnar með þrjá sigra í þremur leikjum og hafa sýnt að þeir eru sterkasta liðið í deildinni um þessar mundir. SA Víkingar eru í öðru sæti eftir góða byrjun í deildinni og mæta Birninum á morgun, þriðjudag kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri.
Mörk og stoðsendingar leiksins:
SA Víkingar
Andri Mikaelson 2/1
Ingvar Jónsson 1/1
Jón Benedikt Gíslason 0/3
Jussi Sipponen 0/1
Esja
Ólafur Hrafn Björnsson 3/1
Egill Þormóðsson 2/2
Matthías Sigurðsson 0/1
Konstantyn Sharapov 0/1
Andri Guðulaugsson 0/1
Hjalti Jóhannsson 0/1
Myndir úr leiknum frá Elvari Pálssyni ljósmyndara