Karfan er tóm.
Það var ánægjulegt að sjá bæði lið ná að tefla fram þremur línum þar sem allir fengu að spila fullan leik, nema reyndar fyrirliði Jötnanna Helgi Gunnlaugsson. Helgi fékk kaldan sturtudóm frá dómara leiksins Orra Sigmarssyni eftir að sá fyrrnefndi notaði óviðurkvæmilegt orðalag í garð dómarans í framhaldi af tveggja mínútna hindrunar dómi.
Fyrir utan þetta einstaka atvik fór leikurinn nokkuð friðsamlega fram. Dómarinn var dálítið strangur við Jötnanna sem eyddu drjúgum tíma í refsiboxinu en fyrstu tvö mörk Víkinga komu einmitt þegar þeir nýttu sér liðsmuninn.
Jötnar munu svo spila sinn þriðja leik á einni viku n.k. laugardag þegar Húnarnir úr Grafarvoginum sækja okkur heim.