Karfan er tóm.
Seinni keppnisdagurinn hófst með keppni í 10 ára og yngri C. SA hélt uppteknum hætti í dag og átti sigurvegara í báðum flokkunum sem SA átti keppendur í. Í flokknum 10 ára og yngri C voru 20 keppendur
Úrslit í 10 ára og yngri C
1. sæti Sigríður Edda Ingólfsdóttir SA
2. sæti Helena Ásta Ingimarsdóttir SR
3. sæti Sara Diem SR
Heiðursverðlaun dómara fyrir túlkun hlaut Sara Lind Ívarsdóttir
Í Stúlknaflokki C voru skráðar til leiks 5 stúlkur.
1. sæti Aldís Lilja Sigurðardóttir SA
2. sæti María Káradóttir SR
3. sæti Kristín Birna Júlíusdóttir SR
Í Unglingaflokki C voru skráðir til leiks 2 keppendur og urðu úrslit eftirfarandi:
1. sæti Alrún María Skarphéðinsdóttir SR
2. sæti Alexandra Þorsteinsdóttir SR
Í Kvennaflokki C var skráður 1 keppandi og varð hún því í fyrsta sæti
1. sæti Dagrún Þórný Marínardóttir
Við óskum þeim, keppendum öllum og þjálfurum til hamingju með flottan árangur. Við þökkum gestum okkar fyrir komuna og öllum sem komu að framkvæmd mótsins, dómurum og sjálfboðaliðum kærlega fyrir alla hjálpina.
Hlökkum til að sjá ykkur öll á Vinamótinu 2017.