Karfan er tóm.
Góður árangur fyrr í mótinu dugði til að halda forystunni. Sótt að forystusauðnum í lokaumferðunum.
Lokaumferðir Vormótsins voru spilaðar í gærkvöldi, átta manns mættu til leiks og voru spilaðir tveir leikir í fjögurra manna liðum. Þó svo forystusauðurinn, Kristján Þorkelsson, hafi tapað báðum leikjunum í gærkvöldi kom það ekki að sök, hann hélt efsta sætinu. Hallgrímur Valsson var þó ekki langt frá því að ná honum, vantaði fimm stig upp á. Haraldur Ingólfsson náði síðan þriðja sætinu með því að vera í sigurliðinu í báðum umferðunum lokakvöldið. Þegar upp var staðið voru það átta bestu skor hvers leikmanns sem giltu, en sú regla hafði reyndar engin áhrif á endanlega röð keppenda.
Lokastaða efstu manna:
1. Kristján Þorkelsson 156 stig
2. Hallgrímur Valsson 150 stig
3. Haraldur Ingólfsson 141 stig
4. Gunnar H. Jóhannesson 131 stig
5. Ólafur Hreinsson 124 stig
6. Jón Ingi Sigurðsson 122 stig
7. Jón Grétar Rögnvaldsson 120 stig
8. Davíð Valsson 114 stig
9. Kristján Bjarnason 108 stig
10. Sigfús Sigfússon 101 stig
Öll úrslit og stigaskor má sjá í excel-skjali hér.
Alls tóku 22 keppendur þátt í mótinu, allt frá því að spila einn leik upp í að spila alla fjórtán leikina eins og félagarnir Kristján Þorkelsson og Gunnar H. Jóhannesson.
Verðlaun fyrir Vormótið verða afhent á lokahófi Ice Cup laugardagskvöldið 5. maí.
Sigurvegari Vormóts Krulludeildar: Kristján Þorkelsson. Mynd: Halli.