Karfan er tóm.
Ynjur sigruðu Björninn í síðasta heimaleik sínum í deildinni þennan veturinn. Lokatölur: 6-1 (3-0, 1-0, 2-1).
Það tók Ynjur um tíu mínútur að opna markareikninginn. Það var Anna Sonja Ágústsdóttir sem skoraði fyrsta markið. Undir lok leikhlutans bættu svo Sólveig Gærdbo Smáradóttir og Kristín Björg Jónsdóttir við tveimur mörkum. Katrín Ryan kom Ynjum í 4-0 í öðrum leikhluta og í þriðja leikhlutanum bættu svo Silja Rún Gunnlaugsdóttir og Anna Sonja við tveimur mörkum, áður en Kristín Ingadóttir náði að skora eina mark Bjarnarins á lokamínútu leiksins. Yfirburðir Ynja voru miklir og má til dæmis skoða tölfræðina yfir varin skot í því sambandi, 5 á móti 35. Lokatölur: 6-1 (3-0, 1-0, 2-1).
Þrautseigja
Bjarnarliðið býr ekki yfir fjölmennum leikmannahópi og því var skarð fyrir skildi að Steinunn
Sigurgeirsdóttir skyldi ekki komast í leikinn vegna veikinda. Eins og áður hefur komið fram hér í fréttum um leiki Ynja og Ásynja gegn
sunnanliðunum er munurinn, bæði í fjölda og getu, áhyggjuefni varðandi framtíðarþróun íþróttarinnar í
kvennaflokki. En um leið eiga þær hrós skilið sem hafa barist í þessu áfram hjá Birninum og SR, þrátt fyrir að hafa ekki
sótt stig í greipar Akureyrarliðanna í vetur.
Stutt í næsta leik
Ynjur eru með sigrinum komnar í 17 stig í deildinni, öruggar með 2. sætið. Þær eiga eftir
þrjá leiki, alla gegn SR. Næsti leikur verður strax næsta þriðjudag, 12. febrúar, og hefst kl. 16.30. Sá leikur verður síðasti
heimaleikur þeirra í deildarkeppninni, því tveir lokaleikirnir gegn SR verða í Laugardalnum, fyrst 24. febrúar og svo 2. mars.
Mörk/stoðsendingar
Ynjur
Anna Sonja Ágústsdóttir 2/1
Sólveig Gærdbo Smáradóttir 1/1
Kristín Björg Jónsdóttir 1/1
Katrín Ryan 1/0
Silja Rún Gunnlaugsdóttir 1/0
Thelma María Guðmundsdóttir 0/1
Védís Áslaug Bech Valdemarsdóttir 0/1
Refsingar: 4 mínútur
Varin skot: 5 (1+3+1)
Björninn
Kristín
Ingadóttir 1/0
Refsingar: 2 mínútur
Varin skot: 35 (12+15+8)