Karfan er tóm.
Leikirnir á móti Birninum í gær fóru báðir 5 - 1. Þeim fyrri töpuðu Jötnar þrátt fyrir ágætis spretti, voru fáliðaðir og urðu fljótt þreyttir. Þeir héldu ágætlega í við Bjarnarmenn fram í 2. lotu en síðan fór að síga á ógæfuhliðina. Seinni leikurinn var 5 - 1 sigur Ynja sem er töluverð breyting frá 16 - 2 sigri fyrir viku síðan en dugði til að tryggja liðinu öll stigin. Svo virðist sem mesta keppnin verði á milli Ynja og Ásynja í vetur, en það verður tíminn að leiða í ljós.
Næsti leikur verður karlaleikur á milli Víkinga og SR á Akureyri á þriðjudaginn, en það verður fyrsta viðureign liðanna síðan í úrslitakeppninni síðasta vor.