Karfan er tóm.
Eins og fram hefur komið eru það aðeins tvö lið sem eiga möguleika á að verða Akureyrarmeistarar nú þegar einni umferð er ólokið, Víkingar og Kústarnir. Víkingar standa betur að vígi, hafa einu stigi meira en Kústarnir. Víkingar leika gegn Mammútum, Akureyrarmeisturum undanfarinna tveggja ára, en Kústarnir leika gegn Fífunum, sem eru á meðal þeirra liða sem berjast um bronsverðlaunin.
Akureyrarmótið sem nú er að ljúka er það fjórða í röðinni. Fyrst var keppt um titilinn Akureyrarmeistari í krullu haustið 2004 og síðan aftur síðla árs 2005 og 2006 en reyndar lauk Akureyrarmótinu 2006 ekki fyrr en 29. janúar 2007 - og Akureyrarmótinu 2007 lýkur núna 14. janúar 2008.
Aðeins tvö lið hafa unnið titilinn á þeim þremur árum sem keppt hefur verið um hann. Fyrsta árið urðu Víkingar Akureyrarmeistarar en undanfarin tvö skipti hafa Mammútar unnið þennan titil. Víkingar geta því unnið titilinn aftur en reyndar er aðeins einn í liði Víkinga nú sem vann titilinn með því árið 2004 en það er fyrirliðinn Gísli Kristinsson.
Eftirtaldir hafa orðið Akureyrarmeistarar:
Tvisvar: Arnar Sigurðsson, Björgvin Guðjónsson, John Júlíus Cariglia, Jón Ingi Sigurðsson og Ólafur Númason.
Einu sinni: Birgitta Reinaldsdóttir, Björn Arason, Gísli Kristinsson, Hallgrímur Indriðason og Jón S. Hansen.
Leikir lokaumferðarinnar:
Braut 2: Skytturnar - Garpar
Braut 3: Víkingar - Mammútar
Braut 4: Bragðarefir - Riddarar
Braut 5: Svarta gengið - Norðan 12
Braut 6: Kústarnir - Fífurnar
Úrslit og staða í excel-skjali hér...