Íslandsmótið í krullu: Fjögur lið efst og jöfn

Mammútar, Skytturnar, Riddarar og Víkingar eru nú jöfn á toppnum þegar deildarkeppnin er nær hálfnuð. Mammútar og Skyttur eiga leik til góða.

Öskudagsæfing

Iðkendur og þjálfarar LSA gerðu sér glaðan dag í dag og mættu í búningum á æfingu. Nokkrar myndir eru komnar inn á myndasíðuna og eru fleiri væntanlegar innan skamms.

Myndir úr leik SA - Björninn 16.2.

Myndirnar má skoða hér.

Sannfærandi 6 - 0 sigur á Birninum

Skautafélag Akureyrar tryggði sér sæti úrslitum með öruggum 6 - 0 sigri á Birninum í síðustu viðureign liðanna í vetur í gærkvöldi.  SA liðið fór betur af stað og strax frá upphafi var ljóst hvert var betra liðið á vellinum.  Auk þess sem SA átti góðan leik áttu Bjarnarmenn slæman dag og þá gat þetta aðeins farið á einn veg.

 

Íslandsmótið í krullu: 7. umferð

Sjöunda umferð Íslandsmótsins (og sú síðasta í fyrri hluta deildarkeppninnar) fer fram í kvöld.

Leiðrétting vegna fréttar um Ólympíuleikana

Leiðinleg villa í frétt um Ólympíuleikana og í könnun. Karla- og kvennalið Þjóðverja vantaði í upptalninguna.

Stórleikur í kvöld í Skautahöllinni

Í kvöld kl. 19:00 verður stórleikur í höllinni þegar Bjarnarmenn koma í heimsókn.  Í boði eru þrjú gríðarlega mikilvæg stig sem skipta munu sköpum í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.  Við verðum að vinnan annan af síðstu tveimur leikjunum, en Björninn verður að vinna báða og því er leikurinn í kvöld sínu mikilvægari fyrir þá.  Það má því öllum vera ljóst að í kvöld verður hart barist og allt á suðupunkti.

Engin Laugargata í dag

Það verður enginn tími í Laugargötu í dag því miður!

Vetrarólympíuleikarnir 2010

Hér er hægt að fylgjast með vetrarólympíuleikunum: http://www.eurovisionsports.tv/olympics/

 

Íslandsmótið i krullu: Meistararnir tapa öðrum leiknum í röð

Mammútar töpuðu sínum öðrum leik í röð. Efstu liðin með 4 vinninga, neðstu með 2.