Frestaði leikurinn leikinn í gærkvöldi. Mammútar á toppnum.

Leikurinn á milli Mammúta og Svartagengis úr annari umferð loksins leikinn.

Mammútar halda áfram sigurgöngu sinni í deildarkeppninni, en í gærkvöldi tókst loksins að klára frestaða leik þeirra og Svartagengis úr annari umferð. Svartagengið byrjaði vel og skoraði 3 steina í fyrstu umferð og lofaði þessi byrjun hörku leik. En Mammútar voru á annari skoðun og tóku heila SEX steina í annari umferð og síðan 1 og 2 í næstu umferðum og staðan orðin 9 - 3 eftir fjórar umferðir. Svartagengið náði 1 í fimmtu en Mammútar kláruðu leikinn með 4 í síðustu umferð og leikinn 13 - 4. Eftir þessi úrslit eru Mammútar einir á toppnum með 12 stig og leika til úrslita við Garpa sem eru með 10 stig. Vinni Garpar jafna þeir stigin við Mammúta og sigra á reglunni um innbyrðis viðureign, en vinni Mammútar enda þeir með 14 stig og Garpar enda í öðru sæti þar sem ekkert lið getur náð þeim á stigum. Staða hinna liðana er mjög flókin og getur allt gerst í þeim leikjum sem eftir eru. Víkingar eru með sex stig en verða samt að vinna Üllevål til að vera öruggir í úrslitin. Fimm lið eru síðan með fjögur stig og hafa möguleika á að ná sex stigum. Gerist það ráða innbyrðir viðureignir liðanna eða úrslit skotkeppninnar ef ekki tekst að raða eftir innbyrðis viðureignum.  Staðan á skortöflunni sem fylgir er ekki raunveruleg staða liðanna þar sem eingöngu eru reiknuð stig ( umferðir og steinar gilda ekki ) og síðan innbyrðis viðureign. Ráðist úrslit á skotkeppninni er staða liðanna sem eru neðar en Mammútar og Garpar þannig:  Úrslitablaðið HÉR 

SKOTKEPPNIN 
Skyttur340
Riddarar459
Fífur490
Víkingar547
Üllevål568
Svartagengið732