Ice Cup - leikjadagskrá og liðin

Tólf lið taka þátt í Ice Cup. Tveir erlendir leikmenn. Tvö lið enn án nafns.

Eins og áður hefur komið fram taka 12 lið þátt í Ice Cup þetta árið. Því miður virðist efnahagsástandið í heiminum hafa þau áhrif að áhugi erlendra liða er minni þetta árið en í þau fimm fyrri skipti sem við höfum haldið mótið. Þó fáum við tvo erlenda leikmenn til landsins í þetta skiptið, vinkonur sem koma frá Bandaríkjunum og Kanada. Þær munu fá heimafólk með sér í lið. Erlendu leikmennirnir eru Sarah Wolfe frá Alaska og Sandra Takata frá Kanada.

Liðin sem taka þátt eru: Bragðarefir, Fífurnar,Garpar, Ísmeistarar, Mammútar, Mánahlíðarhyskið, Riddarar, Skytturnar, Svarta gengið, Víkingar og tvö lið sem ekki eru komin nöfn á enn. Til að tryggja að allar upplýsingar séu réttar eru þátttakendur beðnir um að opna excel-skjalið og athuga nafn síns liðs og nöfn liðsmanna. Leiðréttingar og breytingar sendist á haring@simnet.is eða í síma 824 2778.