Karfan er tóm.
STELPUHOKKÍDAGURINN verður haldinn laugardaginn 30.október n.k. milli 13.00 og 15.00 í Skautahöllinni á Akureyri.
Allar stelpur, sérstaklega á aldrinum 6-12 ára, eru boðnar velkomnar til að koma og prófa íshokkí. Þær geta hitt stelpur sem eru að æfa og fengið byrjendaleiðsögn í þessari skemmtilegu íþrótt. Landsliðsstelpurnar okkar verða á staðnum og fá allir sem vilja tekna ljósmynd af sér með þeim í landsliðstreyju. Foreldrum verður boðið upp á kaffi á meðan. Auglýsing
Allar stelpur eldri sem yngri sem æfa hjá félaginu eru hvattar til að koma og taka vinkonur eða ættingja með sér. Allir strákar sem æfa eru líka hvattir til að segja vinkonum sínum og frænkum frá þessu frábæra tækifæri til að koma og prófa íshokkí og skemmta sér á svellinu með öðrum stelpum. Gott er að taka allan búnaðinn með sér til að leyfa gestunum að prófa, en annars eru skautar, hjálmar og kylfur á staðnum. Látið sem flesta vita af þessu þannig að höllinn / svellið fyllist af stelpum á laugardaginn !