Foreldrafundur hjá foreldrum í byrjendahópum

Mánudaginn 5. október kl. 18:15 verður haldinn foreldrafundur fyrir foreldra barna i byrjendahópum. Krakkarnir eru velkomnir með á fundinn.

Breyttir æfingatímar um helgina

Um helgina 3-4.október eru breytingar á æfinatímum hjá listhlaupinu vegna Brynjumótsins í íshokkí. Þetta þýðir að skautastund á laugardögum fellur niður.

Brynjumótið haldið í 19. sinn nú um helgina

Stórmót yngstu iðkennda í íshokkí fer fram nú um helgina í Skautahöllinni á Akureyri. Ísbúðin Brynja hefur í gegnum tíðina verið einn öflugasti styrkaraðili barnastarfs íshokkídeildarinnar en þetta er í 19. sinn sem Brynja heldur mótið. Æfingar falla niður hjá listhlaupa- og hokkídeild fyrir hádegi á laugardag og sunnudag. Þá verður lokað fyrir almenning á laugardag.

Styrktartónleikar

Sæl öll Langaði að vekja athygli ykkar á styrktartónleikum sem haldnir verða í kvöld. Tónleikar verða haldnir til styrktar Mikael Smára Evensen fimmtudaginn 1. október, í Akureyrarkirkju kl 20.00. Mikki litli er 3 ára gutti sem haldinn er afar sjaldgæfum og ólæknandi sjúkdómi að nafninu Ataxia Telangiectasia, einnig kallaður Louis Bar heilkennið. AT er erfðasjúkdómur sem leggst á tauga og ónæmiskerfið og hefur í för með sér alvarlega færniskerðingu sem kemur fram á margan hátt. Læknar hafa tjáð foreldrum hans að hans bestu ár séu núna, og nú sé bara að njóta þeirra. Fyrir þá sem ekki vita er Mikki barnabarn Svönu og Jóns Rögg. sem bæði eru félagar í Skautafélagi Akureyrar og hafa alltaf verið reiðubúin að fórna tíma sínum og kröftum í þágu félagsins. Stórfjölskylda Mikka litla hóf söfnun fyrir fjölskylduna, bæði til að standa straum af þeim kostnaði sem fellur á fjölskylduna sem og til að hjálpa þeim að skapa minningar og tryggja það að Mikki litli fái ís á hverjum þeim degi sem hann á eftir ólifað, enda er það eitt af því besta sem hann fær. Sem dæmi má nefna að nú þurftu þau að flytja, því þau bjuggu áður í raðhúsaíbúð á 2 hæðum, sem var mjög óhentugt þegar maður er með lítinn pjakk sem þarf á hjólastól á halda. Á tónleikunum koma fram Eyþór Ingi, Gospelkór Akureyrar, Heimir Ingimars, Hjalti og Lára, Hvanndalsbræður, Óskar Péturs og Þórhildur Örvars. Allt tónlistar og tæknifólk gefur vinnu sína og því mun öll innkoma á tónleikana renna beint í Styrktarsjóð Mikka litla. Ef einhverjir komast ekki á tónleikana en vilja styðja málefnið er hægt að leggja inn á reikning: 0565-14-404501 kt 580515-1690.

Dagskrá Bikarmóts ÍSS 2015

Dagskrá Bikarmóts ÍSS 2015 er komin inn á heimasíðu Skautasambandsins.

Úrslit úr fyrsta innanfélagsmótinu haustmótaröðinni

Fyrsta innanfélagsmót vetrarins í haustmótaröðinni fór fram nú um helgina en leikið er í þremur deildum í ár. Nú í fyrsta sinn hefur náðst að setja saman fjögur lið í 4/5 flokks deild sem ætti að gera mótið enn skemmtilegra og meira spennandi í ár.

Víkingar stöðvaðir af Esju í toppslagnum

SA Víkingar voru lagðir af Esju í toppslagi deildarinnar í gærkvöld, lokatölur 8-4. Esja náði þar með góðri forystu á toppi deildarinnar en Esja hefur það sem af er tímabili aðeins tapað einum leik.

SA Víkingar taka á móti Esju annað kvöld

SA Víkingar mæta toppliði Esju annað kvöld, þriðjudaginn 29. september kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar fylgja fast á hæla Esju í deidinni með 10 stig en Esja hefur 11 stig. Liðin mættust í Laugardal síðast en þá hafði Esja betur með 5 mörkum gegn 3.

Þrír sigrar hjá SA sunnan heiða um helgina

SA Víkingar, Ynjur og 3. flokkur spiluðu öll í Reykjavík um helgina og unnust leikirnir allir. SA Víkingar sigruðu SR 7-1 í Laugardalnum. Ynjur unnu Björninn í Egilshöll með 8 mörkum gegn tveimur og 3. flokkur vann Björninn í vítakeppni eftir að að staðan var 5-5 að loknum venjulegum leiktíma.

Aðalfundur foreldrafélags LSA fimmtudaginn 1. október kl. 21:00 í fundarherbergi Skautahallarinnar

Aðalfundur foreldrafélags LSA verður haldinn fimmtudaginn 1. október kl. 21:00 í fundarherbergi Skautahallarinnar. Fundurinn hefst strax að loknum almennum foreldrafundi stjórnar LSA. Dagskrá fundarins: Hefðbundin aðalfundarstörf. Önnur mál. Vonumst til að sjá sem flesta Stjórn foreldrafélagsins.