03.03.2014
Þrjú lið eiga möguleika á að hampa deildarmeistaratitli Íslandsmótsins í krullu, en lokaumferð keppninnar fer fram í kvöld.
01.03.2014
SA og Björninn mættust í lokaleik deildarkeppni Íslandsmótsins í íshokkí kvenna í kvöld. SA þurfti að vinna með átta marka mun til að ná efsta sætinu, en niðurstaðan varð allt önnur.
01.03.2014
Víkingar sigruðu Björninn, 6-3, í dag og náðu tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar. Þeir eiga tvo leiki eftir, en Björninn einn.
01.03.2014
SA-stelpurnar þrjár hafa lokið keppni á Norðurlandamótinu í listhlaupi. Emilía Rós Ómarsdóttir endaði í 14. sæti í Advanced Novice, Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir í 19. sæti og Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir í 19. sæti í unglingaflokki.
01.03.2014
Víkingar mæta Birninum í karlaflokki kl. 16.30 í dag og SA mætir Birninum í kvennaflokki um kl. 19. Báðir leikirnir skipta gríðarlegu máli upp á framhaldið, titla og oddaleiki í úrslitakeppninni.
Vegna leikjanna er styttur almenningstími í dag, opið kl. 13-16.
28.02.2014
Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, Emilía Rós Ómarsdóttir og Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir hófu keppni á Norðurlandamótinu í listhlaupi á skautum í dag.
27.02.2014
Jötnar töpuðu fyrir Fálkum, 1-3, í lokaleik sínum í deildarkeppni Íslandsmótsins í íshokkí karla í kvöld.
27.02.2014
Í kvöld, fimmtudagskvöldið 27. febrúar, mætast Jötnar og Fálkar í mfl. karla á Íslandsmótinu í íshokkí. Leikurinn hefst kl. 19.30. Þetta er lokaleikur Jötna í deildarkeppninni.
26.02.2014
Þrjár stúlkur úr Listhlaupadeild SA taka á næstu dögum þátt í Norðurlandamótinu í listhlaupi á skautum sem fram fer í Uppsölum í Svíþjóð.
26.02.2014
Minnum á breytingar á tímatöflu í dag, miðvikudag, tilfærslur á tímum á milli listhlaupadeildar og hokkídeildar. Sjá nánar hér...