Ice Cup: Síðasti skráningardagur

Krulludeildin minnir á að síðasti skráningardagur fyrir Ice Cup, alþjóðlega krullumótið okkar, er í dag, mánudaginn 23. apríl.

Krulludeild: Ný kennitala, nýtt reikningsnúmer

Krulludeildin hefur fengið sína eigin kennitölu og þar með einnig nýjan bankareikning. Greiðsluseðlar fyrir árgjaldi deildarinnar 2011 væntanlegir í heimabanka krullufólks.

Vormót Krulludeildar: Eitt stig skilur að

Jón Rögnvalds hélt toppsætinu, en Kiddi Þorkels er aðeins stigi á eftir honum. Fjórar umferðir eftir.

Engin æfing í Laugargötu 19.04- 3.hópur

Vormót Krulludeildar: Jón Rögnvalds á toppinn

Þrjár umferðir fóru fram í Vormótinu í gærkvöldi.

Ice Cup: Skráningarfrestur rennur út 23. apríl

Nú styttist óðum í Ice Cup og rennur skráningarfrestur út mánudagskvöldið 23. apríl. Mikilvægt er að krullufólk virði þann frest til þess að mögulegt verði að bæta við liðum til að fá hentugan fjölda og/eða finna leikmenn fyrir þau lið sem ekki ná að vera fullskipuð.

Nú er HM í 2.deild A-riðli á fullri ferð í Laugardalnum

Ísland sigraði Nýja-Sjáland í sínum fyrsta leik í gærkvöldi 4 - 0 fyrir troðfullu húsi í Laugardalnum.

Vormót Krulludeildar: Kiddi með fullt hús

Þriðja og fjórða umferð Vormótsins voru spilaðar í gær. Kristján Þorkelsson er á toppnum, hefur unnið alla leiki sína til þessa.

Skautasamband Íslands boðar til kynningarfundar um drög að afreksstefnu, laugardaginn 14. apríl kl 13:00.

Fundurinn verður samtímis á Akureyri og í Reykjavík í gegn um fjarfundarbúnað með myndlink. Fundarstaðir eru Háskólinn í Reykjavík við Nauthólsvík og Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar Þórsstíg 4, stofa 1.1.

Fimm frá SA í landsliðshópnum

Íslenska karlalandsliðið í íshokkí keppir í A-riðli 2. deildar Heimsmeistaramótsins 12.-18. apríl. Fimm SA-menn og enn fleiri Akureyringar í landsliðinu að þessu sinni.