Ice Cup: Óvissa um flug

Vegna óvissu um flug verður keppnisfyrirkomulag Ice Cup ekki kynnt fyrr en ljóst er hvort allir erlendu þátttakendurnir komast til landsins.

Ice Cup: Þátttökugjald

Talnavíxl varð í fyrri frétt, hér er leiðrétt reikningsnúmer vegna þátttökugjalds: 0302-13-301232, kt. 590269-2989

4.flokkur lagður af stað að sunnan

Áætlaður komutími að Skautahöllinni er ca. kl. 18,40

(Hópurinn fór frá Staðarskála kl. 16,10)

(Krakkarnir lögðu af stað frá Reykjavík um kl. 13,20. Nánari fréttir af komutíma þegar líður á daginn.)

Ice Cup: Opnunarhóf

Opnunarhóf Ice Cup fer fram í Rub 23 (þar sem Friðrik V var áður) á miðvikudagskvöld og hefst kl. 20.00 (ath. breyting frá fyrri frétt). Liðsstjórar eru beðnir um að sjá til þess að allir liðsmenn fái þessar fréttir.

Æfingar fram að vorsýningu

Æfingar fyrir alla C hópa verða á sínum stað á laugardagsmorgun. A og B hópar geta komið á ísinn á sunnudagsmorgun milli 9 og 11 og farið yfir atriðin sín í síðasta sinn fyrir sýninguna. Allir iðkendur skulu svo mæta ekki seinna en kl. 17:00 á sunnudaginn, sýningin byrjar 17:30. Ratleikur fyrir alla iðkendur verður strax að lokinni sýningu og foreldrafélagið býður iðkendum upp á eitthvað að borða.

Ice Cup: Eitt lið hætt við út af truflunum á flugsamgöngum

Eyjafjallajökull er enn helsta áhyggjuefni krullufólks í sambandi við þátttökuna í Ice Cup.

Fjáröflun þrifpakkar - skil á maraþoni

Vonandi gengur sala á þrifpökkunum vel, skila á blöðunum á maraþoninu um þarnæstu helgi og ætti síðan að taka 10 daga að fá pakkana afhenta. Fundur um Ostrava, kostnað og frekari fjáröflun verður síðan haldinn í kjölfarið.

Áheitasöfnun fyrir maraþon

Skauturunum hefur verið skipt niður á fyrirtækin til að safna áheitum.

Ice Cup: Gosið hefur undarlegar afleiðingar

Gosið í Eyjafjallajökli hefur eða gæti haft áhrif á ferðir þeirra sem eru að koma á Ice Cup. Enn standa þó vonir til þess að allir komist til landsins.

Æfingar samkvæmt tímatöflu sumardaginn fyrsta

Æfingin milli 15 og 16 verður á sínum stað í dag :)